Vera eins og hinir

Á maður ekki að vera eins og allir hinir?

Er bara að prófa þetta svona til að byrja með.

En ég er sem sagt ísbjörn, hef legið í hýði en er að reyna að drattast af stað. Þetta blogg á að vera aðeins um þessar tilraunir mínar og kannski eitthvað fleira, tíminn leiðir það í ljós.

Ég prentaði út æfingaáætlun fyrir byrjendur á hlaup.is og byrjaði í gær að fara eftir því. Ganga fyrst í 8 daga, er búin með 2. Fór í dag og keypti mér skó og svo er bara að taka slaginn við letipúkann, og alla hina púkana sem draga mann niður.

Læt vita hvernig gengur.

Kv Björninn


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Til hamingju með síðuna, og gangi þér vel í hlaupaskónum,  haha hef aldrei séð ísbjörn úti að skokka.   Ljósið er komið vestur, kemur líklega til þín næstu dagana.

Kveðja Addý

Arndís Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Ísbjörn

Takk fyrir þetta Addý mín. En ég á eftir að borga þér

Ísbjörn, 1.7.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með síðuna. Og gangi þér vel með hlaupið. Ísbirnir fara víst ægilega hratt yfir svo að þú verður að standa undir nafni!

Þórdís Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 09:24

4 identicon

Ég ætla að halda áfram að vera öðruvísi en allir hinir og ekki fá mér síðu. Læt bara skrifandann koma yfir mig í hina góðu bók Hannó West.

En gangi þér vel í skokkinu Ísbjörn minn:). Ég er bara latur skógarbjörn enda er húsið mitt rækilega merkt með skilti sem á stendur "Bjarnarhús". Garðurinn minn er líka hálfgerður frumskógur.

Hilsen

Dísa

Dísa (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband