1. jan 2010

Ég var að skrá mig í hóp fólks sem ætlar að ná af sér 12 kg á næsta ári, 1 kg á mánuði. Ég held að það sé alveg hægt. Útfærslan er ekki alveg komin en ég bíð spennt að sjá hvernig þetta verður.

Ég er komin með stundaskrá fyrir hlaupin í vikunni. Fer á æfingu hjá riddurununm annað hvert mánudagskvöld. (hina vikuna á móti fer ég í Línuföndur hjá slysavarnarfélaginu). Ég fer alla miðvikudaga kl. 15:45 að hlaupa/labba. Laugardag og/eða sunnudag fer ég í langan göngutúr. Þá mánudaga sem ég fer ekki á æfingu hjá riddurunum fer ég að hlaupa/labba kl. 16:00. Öll fimmtudagskvöld fer ég í jóga. Ég er bara þannig að ég verð að hafa eitthvað skipulag og ákveðnar tímasetningar til að halda mér við efnið, annars fresta ég því alltaf að fara af stað.  Svo er bara að kíla á þetta (byrjaði reyndar í gær, fór að hlaupa/labba meðan krakkarnir voru á sundæfingu).

Kv Sóley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Úff hvað ég þarf að hafa svona markmið svo ég haldist við efnið. Kannski ég finni mér einhvern svona hlaupahóp til að vera með í.

Gangi þér rosalega vel.  Mér líst vel á þetta hjá ykkur. 

Kv. 

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 2.11.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Ísbjörn

Takk fyrir það Þórdís!

Ég er bæði að æfa með riddurunum og svo skráði ég mig í þennan hóp á netinu. Þau byrja 1. jan og það verður spennandi að sjá hvernig fyrirkomulagið verður!

Ísbjörn, 3.11.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband