Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Spara hvað!

Ég varð pínu pirruð þegar ég las bb vefinn áðan.

Maður heyrir allskonar draugasögur um niðurskurð hjá bænum og aðrar sögur sem eru bara engar draugasögur, t.d. á mínum vinnustað (hjá Ísafjarðarbæ) má ekkert kaupa nema það allra nauðsynlegasta s.s. mat og engar jólagjafir þetta árið o.s.frv. Á sama tíma les maður á vefnum að það hafi verið veisla vegna nýrra kennslustofa í háskólasetrinu og þar sem elítan gæddi sér á plokkfisk og rúgbrauði, malt og appelsínu (allt voða íslenskt í kreppunni) en svo var skálað í léttu víniAngry Er þetta fordæmið sem topparnir hjá Ísafjarðarbæ ætla að sýna? Hvernig væri að byrja að spara á svona sukkveislum? Ég get alveg skilið gleði þeirra háskólasetursfólk með betri aðstöðu, já ég vildi svo sannarlega geta fengið betri vinnuaðstöðu á mínum vinnustað. En þarf að halda veislu með veitingum og fíneríi þegar ekkert má gera og ekkert kaupa hjá bænum?  Er þetta ábyrg fjármálastefna?

Hafi ríkið borgað eitthvað í sukkinu hefði bara alveg mátt segja já takk við þeim peningum og nota þá í eitthvað þarfara hjá bænum. Hvernig eiga starfsmenn bæjarins að taka mark á tölvupóstum sem sendir eru á stofnanir bæjarins, þar sem af ,,gefnu tilefni" er fólk beðið að kaupa ekki neitt þegar á sama tíma eru haldnar svona sukkveislur? Mér er spurn! Þessi veisla er kannski þetta gefna tilefniWoundering  Hver veit.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband