Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
20.8.2008 | 09:14
Og ég hleyp og hleyp
Hef farið annan hvern dag að hlaupa, bæði þessa viku og síðustu og gengið fínt. Finn ekkert til í hnjánum og hef bætt við tímann, þ.e. þær mínútur sem ég get hlaupið án þess að springa. Er komin upp í tvær og hálfa mínútu sem er bara fínt úr einni mín þegar ég byrjaði.
Fór að sjá Mamma mía á sunnudag og skemmti mér konunglega. Mikið svakalega langaði mig að syngja með. Kann að vísu ekki alveg öll lögin en megnið af viðlögunum. Vonandi tekst að redda sing a long sýningu hér. Ég veit að tvær góðar konur eru á fullu að smala fólki til að vera forsöngvarar. Ef af verður mæti ég sko galvösk og syng með af minni alkunnu, sérlega fögru rödd (hóst).
Heyrumst síðar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2008 | 21:57
Áfram í sama farið.
Ég er aldeilis hissa á þeim viðbrögðum sem þetta blogg hefur vakið. Ég ætla ekki að kalla yfir mig annað eins og halda mig því við ekki eins eldfim málefni og það að tjá skoðanir sínar er.
En ég hef hlaupið núna tvisvar þessa viku að gat bætt enn frekar við tímann. Bara gott mál.
Betri helmingurinn brá sér í borgina að sjá Aston Villa leik enda ekki á hverjum degi sem uppáhaldsliðið kemur til landsins.
Annað sem eru stór fréttir í þessari fjölskyldu. Dóttirin er laus við lyfin og því vonandi laus við flogaveikina líka. Mikil gleðistund hjá okkur. Hún man ekki eftir sér öðruvísi en að þurfa að taka lyf tvisvar á dag. Við lítum því veturinn framundan björtum augum og vonandi gerið þið það líka, sem slysist til að lesa mínar vangaveltur.
Bestu kveðjur í bili
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.8.2008 | 22:16
Komin heim, byrjað að vinna á morgun
Þá er sumarfríið búið þetta sumarið. Við komum heim í dag. Fórum á laugardagsmorgun á Ingjaldssand. Margrét Inga var voða hissa þegar við komum þangað, ,,þetta heitir Ingjaldssandur, hvar er svo allur sandurinn?" Hún sá örugglega eitthvað svipað Rauðasandi fyrir sér, sem ég gerði reyndar líka. Ég hafði aldrei komið á Ingjaldssand áður. Við vorum þar í rúman sólarhring. Vorum ekki alveg að finna okkur þar. Þvílíkt rosalegt rok sem var þar, það lá við að fortjaldið við fellihýsið fyki og ég svaf frekar lítið fyrir roki. Fengum gesti í heimsókn, Mamma og Olga kíktu á laugardeginum og Sigga og Gummi komu á sunnudegi. Gylfi og Gummi fóru á hestbak og þá var tilgangi ferðarinnar náð. Hulda systir og Gummi hennar komu líka og fljótlega eftir reiðtúrinn tókum við saman og fórum öll í bústaðinn sem Hulda og co voru með í láni. Og þessi líka rjómablíða sem var þar. Það var nú öllu skárra en rokið á sandinum. Lágum svo bara í sólbaði þar í dag.
STÓRFRÉTTIR. Ég fór að hlaupa aftur í dag. Tók þrjá mínútuspretti með göngu á milli og fann ekkert til í hnjánum. Kannski ég prófi að hlaupa annan hvern dag núna og labba hinn daginn í stað þess að hlaupa alla daga eins og ég var byrjuð að gera. Kannski þola hnéin það betur.
Heyrumst síðar
Sóley
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.8.2008 | 10:12
Happadrætti!
Það fer að verða spennandi að opna síðuna mína. Í hvert sinn sem ég fer inn er komið nýtt útlit. Ég veit að það voru einhverjar bilanir en ég held að undirliggjandi ástæða sé sú að vefstjórum fannst síðan mín svo ljót að þeir ákváðu fyrir sitt einsdæmi að benda mér á alla aðra möguleika en það útlit sem ég valdi. Ég ætla ekkert að breyta neinu strax, finnst ótrúlega spennandi að taka þátt í því happadrætti með útlit sem mér er boðið upp á.
En að öðru. Veðrið er bara GEGGJAÐ. Þetta fíla ég, hafa nógu mikinn hita, geta farið á stuttbuxum eða pilsi í bæinn og geta sleppt flís- eða lopapeysunni í nokkra daga. Ég er að ég held mesta kuldaskræfa sem sögur fara af. Alveg furðulegt að ég skuli velja að búa á Íslandi! En nokkrir svona dagar bjarga algjörlega sumrinu. Í gær fór ég með krakkana mína, systur mínar og þeirra börn og svo hana mömmu í lautarferð í Önundarfjörð. Við tíndum ber, borðuðum nesti og létum grillast í þvílíkri nátturufegurð. Ég er orðin gjörsamlega heilluð af þessum firði. Í dag er svo að kíkja í 1 árs afmæli litla kraftaverkadrengsins og bruna svo á Ingjaldssand. Við ætlum að prófa að vera þar um verslunarmannahelgi. Höfum alltaf verið í Leirufirði um þessa helgi en ætlum að prófa eitthvað nýtt núna. En í raun er það bara Gylfi sem verður að elta klárinn út um allt. Hestarnir eru sem sagt komnir á sandinn og þá verður Gylfi náttúrulega að fylgja með.
Ferðasagan úr síðustu Leirufjarðarferð!
Geggjað veður, sólbað, prjónað, sólbað, synt í sjónum, sólbað, grillað, sólbað, farið í netin, sólbað og svo etið drukkið og verið glöð. Og sólbað. Þetta er ferðin í hnotskurn. Ein og ein geitungastunga inn á milli en hvað er það á milli vina þegar hægt er að vera í SÓLBAÐI
Meira eftir helgi, en þá er ég líka búin í sumarfríi.
KV Sóley
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar