Komin heim, byrjað að vinna á morgun

Þá er sumarfríið búið þetta sumarið. Við komum heim í dag. Fórum á laugardagsmorgun á Ingjaldssand. Margrét Inga var voða hissa þegar við komum þangað, ,,þetta heitir Ingjaldssandur, hvar er svo allur sandurinn?" Hún sá örugglega eitthvað svipað Rauðasandi fyrir sér, sem ég gerði reyndar líka. Ég hafði aldrei komið á Ingjaldssand áður. Við vorum þar í rúman sólarhring. Vorum ekki alveg að finna okkur þar. Þvílíkt rosalegt rok sem var þar, það lá við að fortjaldið við fellihýsið fyki og ég svaf frekar lítið fyrir roki. Fengum gesti í heimsókn, Mamma og Olga kíktu á laugardeginum og Sigga og Gummi komu á sunnudegi. Gylfi og Gummi fóru á hestbak og þá var tilgangi ferðarinnar náð. Hulda systir og Gummi hennar komu líka og fljótlega eftir reiðtúrinn tókum við saman og fórum öll í bústaðinn sem Hulda og co voru með í láni. Og þessi líka rjómablíða sem var þar. Það var nú öllu skárra en rokið á sandinum. Lágum svo bara í sólbaði þar í dag.Wink

STÓRFRÉTTIR. Ég fór að hlaupa aftur í dag. Tók þrjá mínútuspretti með göngu á milli og fann ekkert til í hnjánum.Grin Kannski ég prófi að hlaupa annan hvern dag núna og labba hinn daginn í stað þess að hlaupa alla daga eins og ég var byrjuð að gera. Kannski þola hnéin það betur.

Heyrumst síðar

Sóley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já Sóley mín, allt tekur enda, sem betur fer kannski. En sumarfríið er búið að vera gott og veðrið frábært, maður getur sko þakkað fyrir það. ég er komin í vinnu og finnst það bara frábært, ég er svo mikið fyrir tilbreytingu í lífinu og lít á nýjan kafla með reglu og rútínu, björtum augum. Fór með Baldur í leikskólann í morgun og það var pínu gott að "afhenda " hann í góðar hendur kennaranna þar og vera bara útivinnandi móðir, en ekki heimavinnandi-húsbyggjandi og ekkert mikill tími til að gera eitthvað skemmtilegt með barninu. En það var rosa gott að vakna aldrei fyrr en í fyrsta lagi kl. 9 eða 10, í fríinu , kúra bara með börnunum.

Arndís Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Ísbjörn

Sammála þessu Addý.

Gott að komast í rútínuna aftur en erfiðast samt að þurfa að vakna svona snemma

KV Sóley

Ísbjörn, 5.8.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já eiginlega er það erfiðast. Ég gleymdi áðan að óska þér til hamingju með að vera farin að hlaupa aftur, vona að hnén verði til friðs. Ég ætla að taka þig til fyrirmyndar og fara að labba aðeins, en ég býð ekki hnjánum mínum upp á öll kílóin ennþá, ofan á nuddið eftir flísalögnina. En koma tímar koma ráð, kílóunum fækkar vonandi fljótlega.

Arndís Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 14:19

4 identicon

Hvað var aftur emailið þitt, hef eitthvað ruglast á þessu. :)

Kveðja Svanborg frænka

Svanborg Kristinsdottir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:09

5 Smámynd: Ísbjörn

Sæl Svanborg frænka.

Netfangið mitt er solvet@simnet.is

Gaman að heyra frá þér. Kv Sóley

Ísbjörn, 12.8.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband