Færsluflokkur: Íþróttir

Vangaveltur

Var mikið að hugsa í kvöld við kvöldfréttirnar í ríkis (vá haldið ykkur nú, ég að hugsaW00t)

Þetta snertir mig og truflar mig í hvert einasta sinn sem fjallað er um heyrnarlausa í fréttunum. Þá er fréttin textuð, bæði fréttin sjálf og öll viðtöl sem henni tengjast. Það er eins og sjónvarpið haldi að heyrnarlausir vilji ekki fylgjast með neinum fréttum nema þar sem heyrnarleysi kemur fram! Tæknin er greinilega til staðar. Af hverju er ekki hægt að texta allar fréttir og viðtöl? Fréttamenn lesa greinilega af textaskjá og langflest viðtöl tekin upp með einhverjum fyrirvara.

Svo mætti líka alveg tala íslensku inn á erlend innslög eða viðtöl í fréttum því að blindir lesa ekki textann. Ég veit að það er gert í útvarpinu en það er ekki það sama.

Fyrst ég er komin í þennan gírinn. Það sló mig alveg rosalega að sjá umfjöllun um ólympíumót fatlaðra í sjónvarpinu að áður en fólk með fötlun mætti á svæðið var skipt um lukkidýr. Ég sá ekki betur en að það væri einhver uppblásinn plastbangsi. Af hverju mega fatlaðir og ófatlaðir ekki hafa sama lukkudýr? Hvar var forseti vor við setninguna og ráðherra íþróttamála (ok hún var búin að fara tvær ferðir á leikana, hefði svo sem alveg getað sleppt annarri ferðinni og kíkt á setningu ólympíumóts fatlaðra). En hún Jóhanna okkar Sigurðar lét sig ekki vanta þarna og sýndi þessu frábæra íþróttafólki sinn stuðning. Þau eru líka að standa sig svona líka frábærlega. Þau er að ná sínum besta árangri og sumir meira að segja að bæta sig alveg helling. Af hverju er ekki blásið í lúðra og fjallað um þetta í stóru letri í mogganum, ekki bara á síðu með auðlesnu efni? Ég fylltist þvílíku stolti að fylgjast sem sundi ungrar konu sem er með einhverskonar hrönunarsjúkdóm (vona að ég fari rétt með) og hún var að synda sitt besta sund í tvö ár!!!! Náði einhver íþróttamannanna (fyrir utan handboltaliðið) þessum árangri á leikunum? Ég tek ofan fyrir íþróttafólkinu okkar á ólympíumóti fatlaðra og sendi þeim mínar allra bestu kveðjur.

Kv Sóley


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband