Áfram í sama farið.

Ég er aldeilis hissa á þeim viðbrögðum sem þetta blogg hefur vakið. Ég ætla ekki að kalla yfir mig annað eins og halda mig því við ekki eins eldfim málefni og það að tjá skoðanir sínar er.

En ég hef hlaupið núna tvisvar þessa viku að gat bætt enn frekar við tímann. Bara gott mál.

Betri helmingurinn brá sér í borgina að sjá Aston Villa leik enda ekki á hverjum degi sem uppáhaldsliðið kemur til landsins.

Annað sem eru stór fréttir í þessari fjölskyldu. Dóttirin er laus við lyfin og því vonandi laus við flogaveikina líka. Mikil gleðistund hjá okkur. Hún man ekki eftir sér öðruvísi en að þurfa að taka lyf tvisvar á dag.  Við lítum því veturinn framundan björtum augum og vonandi gerið  þið það líka, sem slysist til að lesa mínar vangaveltur.

Bestu kveðjur í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Sóley og takk fyrir síðast. Já, mikil viðbrögð við síðustu færslu hjá þér, kannski örlítið raunveruleikasjokk.. hugsaðu þér hvað það eru margir sem villast inn á bloggið þitt!

Marta (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Yndislegt að heyra, að hún sé laus við lyfin, ég trúi að þetta sé orðið læknað. Já það er aldeilis að skrifin þín vekja upp alls konar viðbrögð og misskilning, veraldarvefurinn er fyrir alla veröldina, maður fattar bara ekki hvað fólk er að lesa ýmsar eldfimar fyrirsagnir. Kannski er bara betra að halda sig á persónulegu nótunum og tala um klippingu á hári eða gullfiska,  hehe.

Arndís Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 23:02

3 identicon

Fólk á náttúrlega ekki að vera að setja fram skoðanir sem það getur ekki staðið við eða treysta sér ekki til að standa við eins og virðist tilfellið hér. Gott innlegg frá Lúðvíki um að fólk eigi að kynna sér málin og skrifa svo.

Persónulega held ég Arndís að skrif Ísbjarnarins hafi ekki vakið upp neinn misskilning, heldur hafi eingöngu verið bent á rangfærslur og misskilning Ísbjarnarins sjálfs.

villi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:07

4 identicon

Það er nú meiri athugasemdirnar þú fékst í síðustu færslu. Frábært að dóttirin er laus við lyfin og vondandi gengur þetta allt vel.

Kveðja Svanborg

Svanborg Kristinsdottir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 05:43

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gott að dóttirin er laus við lyfin og vonandi flogaveikina líka.

Það hefur heldur betur aukist umferðin á síðuna þína við síðustu skrif!

Kveðjur úr borginni. 

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 08:46

6 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég ætla að vona að þú hættir ekki að skrifa um þessi mál sem þú viðraðir í síðustu færslu. Öll umræða er af hinu góða,, hvort sem um er að ræða gagnrýni eða ekki. Svo ég segi bara haltu áfram á þinni braut :)

Jóhann Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband