1.8.2008 | 10:12
Happadrætti!
Það fer að verða spennandi að opna síðuna mína. Í hvert sinn sem ég fer inn er komið nýtt útlit. Ég veit að það voru einhverjar bilanir en ég held að undirliggjandi ástæða sé sú að vefstjórum fannst síðan mín svo ljót að þeir ákváðu fyrir sitt einsdæmi að benda mér á alla aðra möguleika en það útlit sem ég valdi. Ég ætla ekkert að breyta neinu strax, finnst ótrúlega spennandi að taka þátt í því happadrætti með útlit sem mér er boðið upp á.
En að öðru. Veðrið er bara GEGGJAÐ. Þetta fíla ég, hafa nógu mikinn hita, geta farið á stuttbuxum eða pilsi í bæinn og geta sleppt flís- eða lopapeysunni í nokkra daga. Ég er að ég held mesta kuldaskræfa sem sögur fara af. Alveg furðulegt að ég skuli velja að búa á Íslandi! En nokkrir svona dagar bjarga algjörlega sumrinu. Í gær fór ég með krakkana mína, systur mínar og þeirra börn og svo hana mömmu í lautarferð í Önundarfjörð. Við tíndum ber, borðuðum nesti og létum grillast í þvílíkri nátturufegurð. Ég er orðin gjörsamlega heilluð af þessum firði. Í dag er svo að kíkja í 1 árs afmæli litla kraftaverkadrengsins og bruna svo á Ingjaldssand. Við ætlum að prófa að vera þar um verslunarmannahelgi. Höfum alltaf verið í Leirufirði um þessa helgi en ætlum að prófa eitthvað nýtt núna. En í raun er það bara Gylfi sem verður að elta klárinn út um allt. Hestarnir eru sem sagt komnir á sandinn og þá verður Gylfi náttúrulega að fylgja með.
Ferðasagan úr síðustu Leirufjarðarferð!
Geggjað veður, sólbað, prjónað, sólbað, synt í sjónum, sólbað, grillað, sólbað, farið í netin, sólbað og svo etið drukkið og verið glöð. Og sólbað. Þetta er ferðin í hnotskurn. Ein og ein geitungastunga inn á milli en hvað er það á milli vina þegar hægt er að vera í SÓLBAÐI
Meira eftir helgi, en þá er ég líka búin í sumarfríi.
KV Sóley
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ég að trúa því að þið hafið ekki farið í SÓLBAÐ??
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 1.8.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.