Lítið að gerast

Ég er lítið að skána í hnjánum. Hef verið að bera á mig Voltaren gel og gleypa íbúfen en bara við það að rölta hér innan hús finn ég til þannig að ég hef ekkert farið að hlaupa. En þetta hlýtur að fara að lagast.

Nú er verið að gera klárt fyrir Leirufjörð. Við förum á morgun og verðum í 6 daga. Fórum um daginn og vorum í 3 daga og það finnst hvorki krökkunum né okkur vera nógu langur tími. Maður verður að vera í nokkra daga til að finna hvað maður slakar rosalega vel á þarna. Ég kem alltaf endurnærð til baka. Það er ákveðinn sjarmi að þurfa að fara á bát (engir vegir), það er ekkert rafmagn og ekki símasamband. Mér finnst þetta æði. Hulda systir fer líka með fjölskylduna sína svo við verðum 9 manns í þessari ferð. Ég var að reyna að setja inn myndir úr gömlum ferðum í myndaalbúm en veit ekki hvernig það gengur.

Læt heyra frá mér þegar við komum til baka úr Jökulfjörðunum.

Kv Sóley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Góða ferð og hafið það huggulegt í Leirufirðinum. Við sjáumst kannski þegar þið komið til baka, verð á svæðinu í kringum versló..

Kveðja Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 23.7.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Góða ferð í Leirufjörð. Þú hlýtur að skána í hnjánum við afslöppunina þar.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Ísbjörn

Takk fyrir kveðjurnar. Já Þórdís, ég hlýt að skána í letinni í Leirufirði.

Heiða, ég kem aftur heim á miðvikudag fyrir versló og fer aftur á fös á Ingjaldssand. Næ kannski að hitta þig þar á milli?

Ísbjörn, 23.7.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

...alltaf á faraldsfæti..

 farðu varlega,  ég veit ekki hvort hægt sé að fá lækningu við faraldsfótahnjábólgu..

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband