19.7.2008 | 18:54
Ó mig auma
Nú er vont í efni. Mín komin með bólgur í vöðvafestingar í báðum hnjám. Læknir vísar í sjúkraþjálfun, bólgueyðandi krem og hitahlífar á hnéin. Reyndur hlaupari sagði mér að éta bólgueyðandi lyf og hvíla í 3 - 4 daga. Og ég er bara rétt byrjuð að hlaupa! Kannski er þetta bara notkunarleysi og verður allt í lagi eftir nokkra daga. EN ég er ekki hætt. Verst er að geta lítið dansað á ballinu í kvöld Það verður þá bara meira drukkið og kjaftað.
Í dag fórum við í Önundarfjörðinn þar sem hestarnir eru og skelltum okkur á bak. Sigga og Gummi fóru með okkur og var Gummi að fara bak í frysta sinn síðan hann var 6 ára og Sigga hafði aldrei stigið á bak. En þau stóðu sig bara frábærlega, eins og þau hafi aldrei gert annað. Ég fór einn hring á honum Skugga okkar og hann er nú bara hinn ljúfasti, var reyndar eitthvað fótsár og ég fann svo til með honum að hann fékk aðallega að vera í grasinu. Gylfi er alveg forfallinn og vill fara að fjölga í hópnum. Var að skoða sölusíður fyrir hesta fram á nótt!
Læt þetta duga í bili.
KV Sóley
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tíhíhí... áður en þú veist af verðið þið komin á kaf í ræktun og allt maður!
Slæmt með hnén, líklegast best að hlusta á þau. Maður fær víst ekki ný svo auðveldlega.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 19.7.2008 kl. 21:38
Neh ætli það Þórdís að við förum svo langt í hestunum.
En með hnéin, það er rétt hjá þér, ekki get ég pantað ný á e-bay eins og fólk verslar nú þar. Enda er ég bara að hvíla eins og reyndi hlauparinn sagði. Fór smá í golf í dag, bara 3 holur á æfingavellinum. Ætla að reyna smá hlaup á morgun.
Ísbjörn, 20.7.2008 kl. 20:20
Takk fyrir frábæra helgi Sóley mín. Laugardagurinn var góður og langur Á hestbaki í sól og sælu í sveitinni og svo kjaftað og tjúttað fram undir morgun. Vona að hnén verði fljót að jafna sig á þessu, það er alltaf hægt að semja um heimahjúkrun
Sigga Ragna (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.