8.7.2008 | 22:19
Komin heim úr Leiró og byrjuð að hlaupa!
Við komum heim úr Leirufirðinum í gær og áttum við alveg frábæra daga þar. Sól og fínt veður allan tímann, rigndi eina nótt. Ekki var ég nú dugleg að labba, var meira í sólbaði og að prjóna.
En dag var svo haldið áfram með prógrammið. Sko, samkvæmt því átti ég að byrja í gær, labba í 4 mín og hlaupa í 2. En af því ég labbaði mjög lítið í Leiró ákvað ég að fara aðeins léttar að þessu. Labbaði í fjórar mín og hljóp í eina og þvílík átök. Ég var eins og hvalur á þurru landi, blés og másaði og stóð á öndinni. Ég var alveg að springa. Gerði þetta tvisvar sinnum og labbaði svo alla leiðina heim. En mikið rosalega leið mér vel þegar heim var komin og búið að teygja (og var farin að geta andað nokkuð eðlilega). Gylfi var með mér í dag og hann blés varla úr nös með ég másaði og rétt komst úr sporunum. Á morgun ætla að ég fara svipað að, nema þá skal ég ná að gera þetta þrisvar sinnum. Batnandi fólki er best að lifa, ekki satt?
KV Sóley
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.7.2008 | 14:02
Ég fer í fríið!!!!!!!!!
Íha, þá er ég komin í sumarfrí. Bara ýmsir snúningar eftir fyrir Leirufjarðarferðina, og að sjálfsögðu á að labba í dag kl. 13.30. EN það þarf alltaf eitthvað svona skemmtilegt að gerast þegar nóg er af snúningum framundan. Í hádeginu í dag hrundi startarinn í bílnum, hann kominn á verkstæði og er KANNSKI tilbúinn á morgun. Hvað gera danir þá? Það er eftir að komast í víkina í fyrramálið og allt hitt. Eiginmaðurinn varð að láta ýta sér af stað og leggja svo í brekku til að geta skutlað syninum á golfnámskeiðið.
En núna er ég rokin út og farin að labba. Læt heyra frá mér þegar ég kem heim úr Leiró.
Bless í bili, Sóley
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 16:18
4 dagar búnir
Þá er ég búin að arka í 4 daga samfleytt. Hálfnuð með undirbúningsprógrammið. Þetta gengur bara fínt. Gott að fá hjartað aðeins af stað og finna þreytu í lærum og rassi (ekki veitir nú af að tálga aðeins utan af á því svæði) Samkvæmt planinu á að ganga 20 mín á dag fyrstu 4 dagana. Ég hef nú alltaf farið aðeins fram úr því, og næstu fjóra daga á að ganga í 30 mín á dag. Þá daga verð ég í Leirufirði og mun því arka þar um fjöru og firnindi (ekki svo mikið um fjöll). Það er stefnt á Leiró á föstudagsmorgun og til baka á mánudag. Við förum svo kannski aftur seinna í sumar.
Síðstu tvo daga fékk ég félagsskap á göngunni og er það bara skemmtilegt.
meira seinna
Sóley
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 11:12
Af hverju ísbjörn?
Svo ég útskýri nú af hverju ég valdi að skrifa sem ísbjörn þá var það þannig að í vetur (löngu fyrir heimsóknir ísbirna til landsins) prjónaði ég mér stóra og mikla, ljósgráa lopapeysu. Hún er úr Bulky lopa og prjónuð á prjóna nr. 12 (fyrir þá sem þekkja til). Ég sagði þá að mér liði eins og ísbirni í henni og eftir það er þessi peysa aldrei kölluð annað en ísbjörninn. Mér var ráðlagt að fara varlega þegar ég færi á stjá í þessari peysu svo ég yrði nú ekki skotin á færi.
Eftir að ég ákvað að reyna mig við hlaup/labb/rölt eða hvað verður úr þessu hjá mér, dró ég fram ljósan vindjakka til að labba í og aftur leið mér eins og ísbirni svo það hentar mér bara alveg ágætlega að líkja mér við ísbjörn.
Meira seinna
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.6.2008 | 23:25
Vera eins og hinir
Á maður ekki að vera eins og allir hinir?
Er bara að prófa þetta svona til að byrja með.
En ég er sem sagt ísbjörn, hef legið í hýði en er að reyna að drattast af stað. Þetta blogg á að vera aðeins um þessar tilraunir mínar og kannski eitthvað fleira, tíminn leiðir það í ljós.
Ég prentaði út æfingaáætlun fyrir byrjendur á hlaup.is og byrjaði í gær að fara eftir því. Ganga fyrst í 8 daga, er búin með 2. Fór í dag og keypti mér skó og svo er bara að taka slaginn við letipúkann, og alla hina púkana sem draga mann niður.
Læt vita hvernig gengur.
Kv Björninn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 474
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar