3.4.2017 | 15:52
Datt inn á gamla bloggið mitt!
Ég datt fyrir algera tilviljun hérna inn, var búin að gleyma að ég hefði átt þessa síðu og prófaði fyrir rælni lykilorð og það var rétt! En er einhver sem les blogg í dag?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 09:44
Suðurferð framundan!
Við erum á leið til Reykjavíkur í næstu viku. Enn eru það læknaheimsóknir sem draga okkur í borgina og það nokkrar í þetta sinn. Veturliði og Margrét eru bæði að fara til augnlæknanna sinna og ég er að fara til ofnæmislæknis. Svo er Margrét að fara í heilalínurit og að hitta Ólaf, taugalækninn sinn, þannig að það verður nóg að gera hjá okkur.
Ég er byrjuð í leikfimi hjá Guðríði og Ranný. Frábærir tímar sem eru x2 í viku og finnst mér ferlega gaman og það er svo sannarlega tekið á því. Ég hafði þá ímynd af þessum tímum að þetta væri svona þokkalega róleg ,,konu" leikfimi því þarna eru konur á öllum aldri, frá þrítugu og upp og yfir sjötugt. En þvílíkar kraftakonur sem þarna eru, sumar búnar að vera í þrjátíu ár og eru ekkert á leiðinni að hætta. Ætli ég verði ekki bara þarna næstu þrjátíu árin eða svo, en það er svo sem ekki víst að Guðríður og Ranný haldi áfram önnur þrjátíu ár en hvað veit maður?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2009 | 09:20
Frí heimsending?
Langar að athuga hvort einhverjir hafi nýtt sér fría heimsendingu Hagkaups (eða á að segja Hagkaupa?). Sá auglýsingu í sjónvarpinu um að þeir senda frítt heim ef verslað er fyrir 7000 eða meria. Það kom hvergi fram í auglýsingunni að þetta eigi eingöngu við höfuðborgarsvæðið. Ætli við á Ísó getum pantað í Hagkaup og fengið það sent frítt heim upp að dyrum? Maður ætti kannski að láta á það reyna!!!
Kv Sóley
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 09:17
1. jan 2010
Ég var að skrá mig í hóp fólks sem ætlar að ná af sér 12 kg á næsta ári, 1 kg á mánuði. Ég held að það sé alveg hægt. Útfærslan er ekki alveg komin en ég bíð spennt að sjá hvernig þetta verður.
Ég er komin með stundaskrá fyrir hlaupin í vikunni. Fer á æfingu hjá riddurununm annað hvert mánudagskvöld. (hina vikuna á móti fer ég í Línuföndur hjá slysavarnarfélaginu). Ég fer alla miðvikudaga kl. 15:45 að hlaupa/labba. Laugardag og/eða sunnudag fer ég í langan göngutúr. Þá mánudaga sem ég fer ekki á æfingu hjá riddurunum fer ég að hlaupa/labba kl. 16:00. Öll fimmtudagskvöld fer ég í jóga. Ég er bara þannig að ég verð að hafa eitthvað skipulag og ákveðnar tímasetningar til að halda mér við efnið, annars fresta ég því alltaf að fara af stað. Svo er bara að kíla á þetta (byrjaði reyndar í gær, fór að hlaupa/labba meðan krakkarnir voru á sundæfingu).
Kv Sóley
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009 | 09:13
Bók mánaðarins
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 12:58
Leshringur
Nú hef ég ekki skrifað staf hér inn allt þetta ár og ætlaði mér ekkert að gera það. EN nú er ég farin að nota síðuna mína aftur því ég skráði mig í leshring bloggara. Nú er hauststarfið að byrja og komið að því að velja bækur fyrir næstu mánuði til að lesa. Mér finnst fyrirkomulagið á þessum leshring bara flott og hlakka til að vera með. Þetta er góð leið fyrir bókaorm eins og mig að fá hugmyndir um lesefni því ég verð svo oft uppiskroppa með eitthvað til að lesa.
Kannski mun ég svo nota þessa síðu á næstu misserum, kemur í ljós
Kv Sóley
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 12:40
Gleðileg jól allir!
Óska öllum þeim sem rekast hingað gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Ísbjörninn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2008 | 14:50
Spara hvað!
Ég varð pínu pirruð þegar ég las bb vefinn áðan.
Maður heyrir allskonar draugasögur um niðurskurð hjá bænum og aðrar sögur sem eru bara engar draugasögur, t.d. á mínum vinnustað (hjá Ísafjarðarbæ) má ekkert kaupa nema það allra nauðsynlegasta s.s. mat og engar jólagjafir þetta árið o.s.frv. Á sama tíma les maður á vefnum að það hafi verið veisla vegna nýrra kennslustofa í háskólasetrinu og þar sem elítan gæddi sér á plokkfisk og rúgbrauði, malt og appelsínu (allt voða íslenskt í kreppunni) en svo var skálað í léttu víni Er þetta fordæmið sem topparnir hjá Ísafjarðarbæ ætla að sýna? Hvernig væri að byrja að spara á svona sukkveislum? Ég get alveg skilið gleði þeirra háskólasetursfólk með betri aðstöðu, já ég vildi svo sannarlega geta fengið betri vinnuaðstöðu á mínum vinnustað. En þarf að halda veislu með veitingum og fíneríi þegar ekkert má gera og ekkert kaupa hjá bænum? Er þetta ábyrg fjármálastefna?
Hafi ríkið borgað eitthvað í sukkinu hefði bara alveg mátt segja já takk við þeim peningum og nota þá í eitthvað þarfara hjá bænum. Hvernig eiga starfsmenn bæjarins að taka mark á tölvupóstum sem sendir eru á stofnanir bæjarins, þar sem af ,,gefnu tilefni" er fólk beðið að kaupa ekki neitt þegar á sama tíma eru haldnar svona sukkveislur? Mér er spurn! Þessi veisla er kannski þetta gefna tilefni Hver veit.Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2008 | 13:54
Allt á kafi í snjó!
Þá er veturinn kominn með sinn snjó og öllu sem því fylgir. Ég hef svo sem ekkert á móti vetrinum sem slíkum en það er ófærðin sem pirrar mig. Ég á þennan líka fína jeppakettling sem er bara nokkuð góður í snjó. En um daginn tók hann upp á því að spóla bara í hálkunni og kemst hvorki lönd né strönd, kemst ekki upp Urðarvegsbrekkuna og ekki einu sinni Miðtúnsbrekkuna. Þetta á nú að heita fjórhjóladrifsjeppi en svo spólar hann bara. Ég skildi hann eftir í vinnunni hjá Gylfa í gær og nú er kettlingurinn kominn á verkstæði og sennilega er bara farið í honum drifið. BARA! það er ekkert minna. Svo nú ferðast mín bara um á tveimur jafnfljótum (sem eru ekkert jafnfljótir því það er svo misdjúpur snjórinn sem maður sekkur í). En allavega var voða kósý í gær í rafmagnsleysinu að kveikja á fullt af kertum og spila við börnin. Þau urðu meira að segja pínu fúl þegar rafmagnið kom aftur.
Góða helgi allir saman!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.10.2008 | 19:56
Krepputorg!
er það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði um væntanlega opnun verslunarkjarnans Korputorgs. Og það er ekki að spyrja að Íslendingum, flykkjast í löngum röðum að versla í ný opnuðum verslunum (ath það er bara ein ný verslun þarna, allar hinar eru þegar til staðar á höfuðb.svæðinu). Fólk kaupir jólagjafir á opnunartilboðum og þess háttar. En eins og ein frænkan í fjölskyldunni sagði: hvað skyldu margir síðan kaupa aðrar gjafir af því þeir eru búnir að gleyma að þeir voru búnir að versla í byrjun okt!
Nenni nú ekki að fara að tjá mig eitthvað um bankaumhverfið, það gera það hvort eð er allir hinir sem blogga (nema kannski mínir bloggvinir, þið eruð best)
Bestu kveðjur, Sóley
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar