Allt á kafi í snjó!

Þá er veturinn kominn með sinn snjó og öllu sem því fylgir. Ég hef svo sem ekkert á móti vetrinum sem slíkum en það er ófærðin sem pirrar mig. Ég á þennan líka fína jeppakettling sem er bara nokkuð góður í snjó. En um daginn tók hann upp á því að spóla bara í hálkunni og kemst hvorki lönd né strönd, kemst ekki upp Urðarvegsbrekkuna og ekki einu sinni Miðtúnsbrekkuna. Þetta á nú að heita fjórhjóladrifsjeppi en svo spólar hann bara. Ég skildi hann eftir í vinnunni hjá Gylfa í gær og nú er kettlingurinn kominn á verkstæði og sennilega er bara farið í honum drifið. BARA! það er ekkert minna. Svo nú ferðast mín bara um á tveimur jafnfljótum (sem eru ekkert jafnfljótir því það er svo misdjúpur snjórinn sem maður sekkur í). En allavega var voða kósý í gær í rafmagnsleysinu að kveikja á fullt af kertum og spila við börnin. Þau urðu meira að segja pínu fúl þegar rafmagnið kom aftur.

Góða helgi allir saman!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Nú væri gott að eiga eina almennilega læðu...

OOO já ég sakna stundum rafmagnsleysisins, það var alltaf svo gaman. En eigðu góða helgi mín kæra.

Hveðja Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Ísbjörn

Takk fyrir sömuleiðis, Heiða mín

Ísbjörn, 24.10.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Segi það sama og Heiða, sakna stundum rafmangsleysisins, það er svo kósý og notalegt.

Góða skemmtun í snjónum.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já það er nú ekki gaman að drífa ekki upp brekkurnar á Suzuki, segir ekki í auglýsingunni að það sé alltaf Suzuki veður, vona að kettlingurinn komst í lag. Ég er svo skrítin Vestfirðingur, hef fengið nóg af snjó og rafmagnsleysi fyrir lífstíð, og væri sama þó ég sæi aldrei snjó aftur. Svo slekkur maður bara ljósið ef maður vill hafa það kósý, einfalt mál.  Gaman að sjá blogg frá þér aftur Sóley mín.

Arndís Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Ísbjörn

Takk fyrir kveðjurnar allar, frábært að fá komment!

En kettlingurinn er kominn í lag, var ekki farið í honum drifið heldur einhver dæla sem bilaði (kostaði sem sagt mun minna að gera við hann) og nú brunar hann upp hvaða brekku sem er, meira að segja báðar Urðarvegsbrekkurnar.

Ísbjörn, 27.10.2008 kl. 22:06

6 identicon

HAHA - ekkert smá fyndið. Er mikið búin að spá í þenna páfagauk sem hangir alltaf þarna inni í profile picture - svo ákvað ég að kíkja betur á hann, stækka myndina og viti menn... Er þetta ekki bara ísbjörninn sjálfur!!

 En ég elska snjó og rafmagnsleysi, sérstaklega ef ég má bara hanga heima hjá mér á meðan það gengur yfir! Bestu kveðjur til Ísafjarðar :)

Marta (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:28

7 identicon

Gott að kisinn er kominn í lag:) Ekki gaman að klofa snjó upp að handakrikum. Smá snjór getur nú verið skemmtilegur, sérstaklega af því að það birtir þá aðeins yfir og mér finnst meira að segja stundum gaman þegar kyngir niður snjó og maður þarf að fara út að moka. En sem betur fer gerist það nú ekki svo oft hér í sveitinni í borginni, allt er gott í hófi.

Og talandi um hóf...... ertu eitthvað á leiðinni suður fyrir jólin? Við erum sko alltaf að plana að hittast allar Hannó West gellur og það væri nú æði ef þú værir í bænum. Láttu mig vita.

Hilsen

Dæs

Dísa (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband