Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
24.10.2008 | 13:54
Allt á kafi í snjó!
Þá er veturinn kominn með sinn snjó og öllu sem því fylgir. Ég hef svo sem ekkert á móti vetrinum sem slíkum en það er ófærðin sem pirrar mig. Ég á þennan líka fína jeppakettling sem er bara nokkuð góður í snjó. En um daginn tók hann upp á því að spóla bara í hálkunni og kemst hvorki lönd né strönd, kemst ekki upp Urðarvegsbrekkuna og ekki einu sinni Miðtúnsbrekkuna. Þetta á nú að heita fjórhjóladrifsjeppi en svo spólar hann bara. Ég skildi hann eftir í vinnunni hjá Gylfa í gær og nú er kettlingurinn kominn á verkstæði og sennilega er bara farið í honum drifið. BARA! það er ekkert minna. Svo nú ferðast mín bara um á tveimur jafnfljótum (sem eru ekkert jafnfljótir því það er svo misdjúpur snjórinn sem maður sekkur í). En allavega var voða kósý í gær í rafmagnsleysinu að kveikja á fullt af kertum og spila við börnin. Þau urðu meira að segja pínu fúl þegar rafmagnið kom aftur.
Góða helgi allir saman!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.10.2008 | 19:56
Krepputorg!
er það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði um væntanlega opnun verslunarkjarnans Korputorgs. Og það er ekki að spyrja að Íslendingum, flykkjast í löngum röðum að versla í ný opnuðum verslunum (ath það er bara ein ný verslun þarna, allar hinar eru þegar til staðar á höfuðb.svæðinu). Fólk kaupir jólagjafir á opnunartilboðum og þess háttar. En eins og ein frænkan í fjölskyldunni sagði: hvað skyldu margir síðan kaupa aðrar gjafir af því þeir eru búnir að gleyma að þeir voru búnir að versla í byrjun okt!
Nenni nú ekki að fara að tjá mig eitthvað um bankaumhverfið, það gera það hvort eð er allir hinir sem blogga (nema kannski mínir bloggvinir, þið eruð best)
Bestu kveðjur, Sóley
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar