Haust

Þá er farið að hausta hjá okkur. Skólinn byrjaður og allt að skella á sem tilheyrir haustinu, sundæfingar, píanótímar og skvísan ætlar að prófa ballettinn aftur. BARA PRÓFA, sagði hún. Hún var komin með alveg nóg eftir tvo vetur og hundleið á ballettbúningnum. Vildi ekki sjá að vera í pilsi og því sem tilheyrir. Tók sér frí frá dansæfingum í einn vetur en er tilbúin að prófa aftur.

Ég hélt að þar sem hún er orðin lyfjalaus væri allt sem fylgir flogaveiki úr myndinni en það er ekki alveg svo gott. Það getur tekið líkamann langan tíma að losna alveg við lyfin og nú tekur við biðtími. Það þarf áfram að fylgjast með henni í sundi, ekki taka af henni augun, alla vega til áramóta, sagði læknirinn hennar og svo þarf alltaf að bregðast við ef hún fær hita eða þornar sem getur gerst í ælu- og niðurgangspestum. Þá getur flogaþröskuldurinn lækkað. En líkurnar eru samt ekki miklar. Það hefur gengið svo rosalega vel síðustu tvö ár að við erum nokkuð sannfærð að þetta er eitthvað sem hún er laus viðSmile. Hún er allavega útskrifuð frá taugalækninum sem hún hefur hitt á 6 mán fresti síðan hún var 17 mánaða.

Ég datt aðeins niður í hlaupunum í síðustu viku en fór svo aftur í gær. Ég var komin í 3 mín og hélt því í gær. Bæti svo bara við hægt og rólega og meðan ég næ að bæta við er ég bara glöð.

Eigið góðar stundir í hauströkkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sóley mín, ertu nokkuð villt í hauströkkrinu? Ég er allavega farin að sakna þín.

Marta (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Sammála Mörtu,  hvar ertu kæra vinkona og bloggvinkona, sá reyndar að þú hafðir skrifað sniðuga athugasemd hjá mér .

Við viljum sjá blogg hér á þessari síðu.

Arndís Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband