20.8.2008 | 09:14
Og ég hleyp og hleyp
Hef farið annan hvern dag að hlaupa, bæði þessa viku og síðustu og gengið fínt. Finn ekkert til í hnjánum og hef bætt við tímann, þ.e. þær mínútur sem ég get hlaupið án þess að springa. Er komin upp í tvær og hálfa mínútu sem er bara fínt úr einni mín þegar ég byrjaði.
Fór að sjá Mamma mía á sunnudag og skemmti mér konunglega. Mikið svakalega langaði mig að syngja með. Kann að vísu ekki alveg öll lögin en megnið af viðlögunum. Vonandi tekst að redda sing a long sýningu hér. Ég veit að tvær góðar konur eru á fullu að smala fólki til að vera forsöngvarar. Ef af verður mæti ég sko galvösk og syng með af minni alkunnu, sérlega fögru rödd (hóst).
Heyrumst síðar.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Koma svo Sóley...þetta er glæsilegt hjá þér
Jóna Lind (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:09
Frábært hjá þér... haltu áfram ... mundu að góðir hlutir gerast hægt og rólega.
Helga Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:08
Takk fyrir kveðjurnar stelpur. Já, Helga það er alveg satt, góðir hlutir koma ekki í einum hvelli, þá myndi maður ekki taka eftir þeim.
Ég held ótrauð áfram.
Ísbjörn, 26.8.2008 kl. 09:46
Sæl frænka.
Takk fyrir síðast. Lofaði að senda link á myndasíðuna okkar;)
Kveðja Svanborg
Svanborg (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 07:18
Mér skilst að það verði sing-along sýning á föstudagskvöldið kl. 20. Þú getur þá mætt og þanið þig!
Hjördís Þráinsdóttir, 27.8.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.