15.7.2008 | 13:16
í rigningu ég hleyp!
Ég er búin að fara næstum því á hverjum degi að hlaupa. Fór ekki fimmtudag og föstudag því þá fór ég í útilegu með Guðný Hönnu og dætrum og Huldu systur og hennar syni. Það var mjög fínt hjá okkur. Þegar ég kom heim á föstudagskvöld var Lilja Sólrún, skólasystir mín úr þroskaþjálfaskólanum komin í heimsókn með fjölskylduna. Mjög gamana að hitta þau. Hún og Halldór maðurinn hennar mættu með yngsta guttan, nokkurra vikna í brúðkaupið okkar í fyrra sumar.
En nú er haldið áfram að hlaupa. Í gær náðist merkur áfangi. Ég tók 1 1/2 mín sprett. VEI Ein góð með sig. En að geta bætt við er bara frábært. Og það rigndi sko á okkur Huldu í gær þegar við fórum út en við létum það ekki stoppa okkur. Síðustu daga hef ég tekið þrjá mínútu spretti með labbi á milli og svo í gær var fyrsti spretturinn ein og hálf og fyrir manneskju í engu formi er þetta bara sigur!
Ég fer svo seinnipartinn í dag með Siggu vinkonu, hef ekki farið með henni lengi.
Sjáumst síðar
Sóley
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað þú ert dugleg, ég vildi að ég væri með sama hug og þú núna, en ég hlunkast nú kannski með þér í næstu viku ef þú verður heima við. Ég get allavega verið í humátt á eftir þér. Heyrumst endilega fljótlega.
Og sjáumst í lok vikunnar.
Arndís Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 14:45
Líst vel á það Addý.
Ísbjörn, 15.7.2008 kl. 22:50
Dugleg ertu og bara húrra fyrir því. Hlakka voðalega til hittings í næstu viku, stefnir bara í þokkalegustu mætingu...
Marta (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.