Komin heim úr Leiró og byrjuð að hlaupa!

Við komum heim úr Leirufirðinum í gær og áttum við alveg frábæra daga þar. Sól og fínt veður allan tímann, rigndi eina nótt. Ekki var ég nú dugleg að labba, var meira í sólbaði og að prjóna.

En dag var svo haldið áfram með prógrammið. Sko, samkvæmt því átti ég að byrja í gær, labba í 4 mín og hlaupa í 2. En af því ég labbaði mjög lítið í Leiró ákvað ég að fara aðeins léttar að þessu. Labbaði í fjórar mín og hljóp í eina og þvílík átök. Ég var eins og hvalur á þurru landi, blés og másaði og stóð á öndinni. Ég var alveg að springa. Gerði þetta tvisvar sinnum og labbaði svo alla leiðina heim. En mikið rosalega leið mér vel þegar heim var komin og búið að teygja (og var farin að geta andað nokkuð eðlilegaBlush). Gylfi var með mér í dag og hann blés varla úr nös með ég másaði og rétt komst úr sporunum.  Á morgun ætla að ég fara svipað að, nema þá skal ég ná að gera þetta þrisvar sinnum. Batnandi fólki er best að lifa, ekki satt?

KV Sóley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Maður þarf sem sagt að vara sig á ísbirninum sem er eins og hvalur á göngustígunum við hraðbrautina eða hvað?

Og hver bað um þessa #$% þoku hah?

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 9.7.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Ísbjörn

Sæl Þórdís.

Já, það er betra að vara sig. Ef þú sérð einhverja furðuveru sem drattast um götur og göngustíga bæjarins skaltu gá betur, það gæti verið ég á ferð!

Talandi um þoku, ertu stödd á svæðinu?

Ísbjörn, 9.7.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Já dugnaðarforkurinn!! Og velkomin í bloggheima, gaman að "sjá" þig hér. Þetta er frábær leið til að fylgjast með hvað vinir og vandamenn eru að bralla. Og greinilega mikið um að vera hjá ísbirninum þessa dagana. Halltu áfram að vera dugleg, ég ætla að fylgjast vel með...

Kær kveðja Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 10.7.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég var á svæðinu, er komin heim í sólina aftur. Ég sem pantaði geðveikt veður eins og alltaf. Frekar bitur.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:18

5 identicon

Nei, en gaman að rekast á þig hér! Annars er ég í bænum 1-2 vikur í viðbót og er alveg til í labb með þér...

Marta (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband