Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
19.11.2008 | 14:50
Spara hvað!
Ég varð pínu pirruð þegar ég las bb vefinn áðan.
Maður heyrir allskonar draugasögur um niðurskurð hjá bænum og aðrar sögur sem eru bara engar draugasögur, t.d. á mínum vinnustað (hjá Ísafjarðarbæ) má ekkert kaupa nema það allra nauðsynlegasta s.s. mat og engar jólagjafir þetta árið o.s.frv. Á sama tíma les maður á vefnum að það hafi verið veisla vegna nýrra kennslustofa í háskólasetrinu og þar sem elítan gæddi sér á plokkfisk og rúgbrauði, malt og appelsínu (allt voða íslenskt í kreppunni) en svo var skálað í léttu víni Er þetta fordæmið sem topparnir hjá Ísafjarðarbæ ætla að sýna? Hvernig væri að byrja að spara á svona sukkveislum? Ég get alveg skilið gleði þeirra háskólasetursfólk með betri aðstöðu, já ég vildi svo sannarlega geta fengið betri vinnuaðstöðu á mínum vinnustað. En þarf að halda veislu með veitingum og fíneríi þegar ekkert má gera og ekkert kaupa hjá bænum? Er þetta ábyrg fjármálastefna?
Hafi ríkið borgað eitthvað í sukkinu hefði bara alveg mátt segja já takk við þeim peningum og nota þá í eitthvað þarfara hjá bænum. Hvernig eiga starfsmenn bæjarins að taka mark á tölvupóstum sem sendir eru á stofnanir bæjarins, þar sem af ,,gefnu tilefni" er fólk beðið að kaupa ekki neitt þegar á sama tíma eru haldnar svona sukkveislur? Mér er spurn! Þessi veisla er kannski þetta gefna tilefni Hver veit.Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar