Af hverju ísbjörn?

Svo ég útskýri nú af hverju ég valdi að skrifa sem ísbjörn þá var það þannig að í vetur (löngu fyrir heimsóknir ísbirna til landsins) prjónaði ég mér stóra og mikla, ljósgráa lopapeysu. Hún er úr Bulky lopa og prjónuð á prjóna nr. 12 (fyrir þá sem þekkja til). Ég sagði þá að mér liði eins og ísbirni í henni og eftir það er þessi peysa aldrei kölluð annað en ísbjörninn. Mér var ráðlagt að fara varlega þegar ég færi á stjá í þessari peysu svo ég yrði nú ekki skotin á færi.

Eftir að ég ákvað að reyna mig við hlaup/labb/rölt eða hvað verður úr þessu hjá mér, dró ég fram ljósan vindjakka til að labba í og aftur leið mér eins og ísbirni svo það hentar mér bara alveg ágætlega að líkja mér við ísbjörn.

Meira seinna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég verð að játa að ísbjörn er ekki það fyrsta sem mér dettur í hug þegar nafnið þitt kemur upp. En það er töff, hvort sem ísbirnir ganga á land eða ekki.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Sóley mín, hafðu ekki áhyggjur, ég get sent þér reikningsnúmerið mitt í sms-i, ef þú vilt.

Gaman að sjá svona mikið líf inni á síðunni þinni.

Arndís Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Það er nú ekki verra að vera ísbjörn frekar en blóm,  höfum báðar okkar kosti og galla.

Arndís Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Ísbjörn

Takk fyrir það Addý. Annars væri mér alveg trúandi til að gleyma þessu þar til einhvern tíma á næsta ári.

Eins og nafnið mitt gefur til kynna er ég þegar svo rótföst, sem nokkurt illgresi getur verið, að ég rétt færi mig ofar í hlíðina. Það má alls ekki fara of langt, o nei.

Ísbjörn, 1.7.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband