Færsluflokkur: Lífstíll
2.7.2008 | 16:18
4 dagar búnir
Þá er ég búin að arka í 4 daga samfleytt. Hálfnuð með undirbúningsprógrammið. Þetta gengur bara fínt. Gott að fá hjartað aðeins af stað og finna þreytu í lærum og rassi (ekki veitir nú af að tálga aðeins utan af á því svæði) Samkvæmt planinu á að ganga 20 mín á dag fyrstu 4 dagana. Ég hef nú alltaf farið aðeins fram úr því, og næstu fjóra daga á að ganga í 30 mín á dag. Þá daga verð ég í Leirufirði og mun því arka þar um fjöru og firnindi (ekki svo mikið um fjöll). Það er stefnt á Leiró á föstudagsmorgun og til baka á mánudag. Við förum svo kannski aftur seinna í sumar.
Síðstu tvo daga fékk ég félagsskap á göngunni og er það bara skemmtilegt.
meira seinna
Sóley
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 11:12
Af hverju ísbjörn?
Svo ég útskýri nú af hverju ég valdi að skrifa sem ísbjörn þá var það þannig að í vetur (löngu fyrir heimsóknir ísbirna til landsins) prjónaði ég mér stóra og mikla, ljósgráa lopapeysu. Hún er úr Bulky lopa og prjónuð á prjóna nr. 12 (fyrir þá sem þekkja til). Ég sagði þá að mér liði eins og ísbirni í henni og eftir það er þessi peysa aldrei kölluð annað en ísbjörninn. Mér var ráðlagt að fara varlega þegar ég færi á stjá í þessari peysu svo ég yrði nú ekki skotin á færi.
Eftir að ég ákvað að reyna mig við hlaup/labb/rölt eða hvað verður úr þessu hjá mér, dró ég fram ljósan vindjakka til að labba í og aftur leið mér eins og ísbirni svo það hentar mér bara alveg ágætlega að líkja mér við ísbjörn.
Meira seinna
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.6.2008 | 23:25
Vera eins og hinir
Á maður ekki að vera eins og allir hinir?
Er bara að prófa þetta svona til að byrja með.
En ég er sem sagt ísbjörn, hef legið í hýði en er að reyna að drattast af stað. Þetta blogg á að vera aðeins um þessar tilraunir mínar og kannski eitthvað fleira, tíminn leiðir það í ljós.
Ég prentaði út æfingaáætlun fyrir byrjendur á hlaup.is og byrjaði í gær að fara eftir því. Ganga fyrst í 8 daga, er búin með 2. Fór í dag og keypti mér skó og svo er bara að taka slaginn við letipúkann, og alla hina púkana sem draga mann niður.
Læt vita hvernig gengur.
Kv Björninn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar