Spara hvað!

Ég varð pínu pirruð þegar ég las bb vefinn áðan.

Maður heyrir allskonar draugasögur um niðurskurð hjá bænum og aðrar sögur sem eru bara engar draugasögur, t.d. á mínum vinnustað (hjá Ísafjarðarbæ) má ekkert kaupa nema það allra nauðsynlegasta s.s. mat og engar jólagjafir þetta árið o.s.frv. Á sama tíma les maður á vefnum að það hafi verið veisla vegna nýrra kennslustofa í háskólasetrinu og þar sem elítan gæddi sér á plokkfisk og rúgbrauði, malt og appelsínu (allt voða íslenskt í kreppunni) en svo var skálað í léttu víniAngry Er þetta fordæmið sem topparnir hjá Ísafjarðarbæ ætla að sýna? Hvernig væri að byrja að spara á svona sukkveislum? Ég get alveg skilið gleði þeirra háskólasetursfólk með betri aðstöðu, já ég vildi svo sannarlega geta fengið betri vinnuaðstöðu á mínum vinnustað. En þarf að halda veislu með veitingum og fíneríi þegar ekkert má gera og ekkert kaupa hjá bænum?  Er þetta ábyrg fjármálastefna?

Hafi ríkið borgað eitthvað í sukkinu hefði bara alveg mátt segja já takk við þeim peningum og nota þá í eitthvað þarfara hjá bænum. Hvernig eiga starfsmenn bæjarins að taka mark á tölvupóstum sem sendir eru á stofnanir bæjarins, þar sem af ,,gefnu tilefni" er fólk beðið að kaupa ekki neitt þegar á sama tíma eru haldnar svona sukkveislur? Mér er spurn! Þessi veisla er kannski þetta gefna tilefniWoundering  Hver veit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Já Sóley mín ég skil þig mjög vel, við fáum líka að heyra sparnaðarsönginn í skólanum.  Kveðja Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 20.11.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband